Míla

Míla í fararbroddi

Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði sem á og rekur fjarskiptainnviði á landsvísu. Öll helstu fjarskiptafélög landsins eru í viðskiptum við þetta sjálfstæða dótturfélag Símans. Míla byggir á tveimur meginkerfum: Stofnneti sem liggur hringinn um landið og til allra þéttbýlisstaða og aðgangsneti sem tengir heimili, fyrirtæki og stofnanir við stofnkerfið.

Lesa meira
Míla gaf 30 þúsund heimilum á höfuðborgarsvæðinu möguleika á ljósleiðaratengingu
Mb/s
Hraði á fjarskiptaneti Mílu jókst á árinu og varð mestur 500 Mb/s
Háhraði kom með Ljósneti Mílu og er tryggður með 1.287 götuskápum víða um land
%
92 af hverjum 100 heimilum geta fengið háhraðatengingu um ljósleiðara eða Ljósnet Mílu

Mílu stýrt af reynslu og þekkingu

Umgjörð framkvæmdastjórnar Mílu var stokkuð upp á árinu. Framkvæmdasvið var stofnað utan um starfsemina sem varð til vegna aukinna umsvifa við nýlagnir á ljósleiðara til heimila á höfuðborgarsvæðinu. Átta svið heyra undir Jón Ríkharð Kristjánsson, framkvæmdastjóra Mílu, þar af 6 meginsvið og 2 stoðsvið.

Stofnkerfi

Daði Sigurðarson stýrir sviðinu Stofnkerfi sem sér um uppbyggingu og rekstur búnaðar og þjónustu í Stofnneti Mílu. Stofnkerfi búa til og reka öruggar tengingar milli staða landsins, óháð undirlagi og er 21 starfsmaður á sviðinu.

Aðgangskerfi

Kristinn Ingi Ásgeirsson er sviðstjóri Aðgangskerfa sem sjá um að byggja upp og reka virkan búnað Mílu á aðgangsnetinu. Þau sjá fjarskiptafélögum fyrir tengingu til heimila og fyrirtækja. Starfsmenn sviðsins eru átta.

Þjónusta og sala

Hrund Grétarsdóttir er sviðsstjóri Þjónustu og sölu sem ber ábyrgð á tengslum við viðskiptavini, ásamt samskipta- og markaðsmálum. Starfsmenn Þjónustu og sölu eru 46.

Framkvæmdir

Guðmundur Gíslason stýrir Framkvæmdum sem sjá um rekstur og nýlagnir fyrir aðgangsnet Mílu á höfuðborgarsvæðinu auk samskipta og stuðnings við samstarfsaðila Mílu á landsbyggðinni. Þar starfa 18.

Grunnkerfi

Ingimar Ólafsson fer fyrir Grunnkerfum sem sjá um hönnun, skráningu og eftirlit nýframkvæmda og stærri rekstrarverkefna í strengjakerfum Mílu ásamt því að viðhalda kortagrunni. Starfsmenn Grunnkerfa eru 17.

Hýsing

Svanur Baldursson fer fyrir Hýsingu sem sér um rekstur og viðhald tækjahúsa, mastra og aflbúnaðar, öryggiskerfa og aðgangsstýringu fasteigna á vegum Mílu. Fimm starfa á sviðinu.

Tæknistoð

Halldór Guðmundsson er forstöðumaður stoðsviðsins Tæknistoðar sem sér um rekstur og viðhald upplýsingatæknikerfa Mílu, öryggismál fyrirtækisins, kennslu og þróun kerfa. Starfsmenn eru 6.

Fjármálasvið

Sigrún Hallgrímsdóttir er fjármálastjóri Mílu. Fjármálasvið og fjórtán starfsmenn þess annast bókhald, uppgjör, áætlanagerð, innkaup, lagerhald og skjalastjórnun félagsins þvert á félagið.

Lögfræðingur

Lögfræðingur Mílu er Auður Inga Ingvarsdóttir en lögfræðisvið sér um samskipti við eftirlitsstofnanir og lögfræðileg úrlausnarefni.

Jón Ríkharð Kristjánsson

Háhraðatengingar til yfir 90% heimila

Jón Ríkharð Kristjánsson,
framkvæmdastjóri Mílu

„Við hjá Mílu getum ekki annað en fagnað árangrinum á árinu 2016. Við settum okkur metnaðarfullt markmið um að 30 þúsund heimili á höfuðborgarsvæðinu hefðu möguleika á ljósleiðaratengingu og náðum því. Leita þarf langt aftur í sögu fyrirtækisins til að finna sambærilegt tímabil framkvæmda í grunnkerfum á við síðasta ár. Veðurblíða og elja starfmanna spiluðu þar stórt hlutverk. Það er vart nokkur hér á landi sem stenst Mílu snúning þegar kemur að kostnaði við uppbyggingu ljósleiðara."

Lesa meira

Viðburðarríkt ár

Hrund Grétarsdóttir,
sviðsstjóri Þjónustu og sölusviðs Mílu

„Eftirspurn jókst eftir ljósleiðara til heimila og fyrirtækja við hraða ljósleiðarauppbyggingu Mílu á árinu. Vöruúrval Mílu breikkaði til að mæta breyttum tímum ásamt því að fyrirtækið hóf að bjóða upp á Vettvangsþjónustu. Hún er mjög ánægjuleg viðbót við þjónustu Mílu þar sem hún gerir okkur kleift að koma endanotandanum í samband við ljósleiðara Mílu með aðeins einni heimsókn. Verkefnum Stjórnstöðvar Mílu (NOC) fjölgaði töluvert þegar þjónustusamningur var gerður við Símann um vöktun á kerfum þeirra. Árið var því viðburðaríkt og mótandi fyrir framtíðarverkefni Mílu.“

Hrund Grétarsdóttir

Míla eykur samkeppni í ljósleiðaratengingum

Míla setti sér háleit markmið fyrir árið 2016 og náði þeim. Nú geta 30.000 heimili á höfuðborgarsvæðinu tengst ljósleiðara Mílu. Stefnt er að tengingu annarra 28.000 nýrra heimila á þessu ári. Takist það stendur 58.000 heimilum á höfuðborgarsvæðinu til boða að nýta sér ljósleiðara Mílu eða tæp 70% heimila á svæðinu.

Rúmlega 10.000 heimili á landsbyggðinni hafa kost á fjarskiptaþjónustu Mílu í gegnum ljósleiðara. Míla mun halda áfram ljósleiðaravæðingu á landsbyggðinni í samstarfi við sveitarfélög á þessu nýja ári þannig að sem flest íslensk heimili fái aðgengi að háhraðaþjónustu Mílu.

Míla með ISO vottuð handtök

Míla hefur fengið vottun samkvæmt ISO/IEC 27001:2013 staðlinum sem snýr að stjórnun upplýsingaöryggis. Staðallinn tilgreinir kröfur um að innleiða, viðhalda og bæta stöðugt stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi og tryggir að til sé áhættumat sem sniðið er að þörfum félagsins og að gerðar verði úrbætur vegna upplýsingaöryggis sé þess þörf. Vottunin staðfestir að Míla vinnur af fagmennsku við að tryggja upplýsingaöryggi viðskiptavina sinna.

Ljósnet um allt land

Alls hafa nú um 92% heimila á landinu aðgang að háhraðatengingum Mílu ýmist um Ljósnet eða ljósleiðara, sem er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Unnið var að þéttingu Ljósnets á þéttbýlisstöðum um allt land á síðasta ári, samhliða ljósleiðarauppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu.

Öll heimili á Akureyri, Egilsstöðum, Húsavík, Eskifirði, Seyðisfirði, Höfn í Hornafirði, Vestmannaeyjum auk flestra bæjarfélaga á suðvesturhorninu eiga nú kost á Ljósneti. Míla gerir ráð fyrir að Ljósnetið nái til flest allra heimila í þéttbýli í lok þessa árs.

Vestfirðir hringtengdir

Tenging er komin á nýja ljósleiðarahringinn um Vestfirði. Starfsmenn Mílu settu stofnnetsbúnað á strenginn nú á dögunum og þar með er samband komið á hringtengingu Vestfjarða og Vestfirðir orðnir tvítengdir við Ljósleiðarahringinn.

Um 290 km af stofnljósleiðara Mílu voru fyrir á Vestfjörðum en eru nú um 500 km af stofnljósleiðarastrengjum sem þjónar fjarskiptum á Vestfjörðum. Þessir strengir, ásamt fjölda af örbylgjusamböndum sem eru til vara og þjóna afskekktum stöðum, mynda öflugt grunnnet á Vestfjörðum.

Öflugar tengingar í Grímsey og á Drangsnesi

Míla byggði upp öfluga fjarskiptaþjónustu á Drangsnesi og í Grímsey á árinu 2016. Þessir staðir fá sína tengingu við umheiminn í lofti með örbylgjusamböndum og hefur Míla nú byggt upp öflugar nútímatengingar frá Hólmavík til Drangsness og frá Siglufirði til Grímseyjar. Einnig hefur búnaði verið komið fyrir á stöð í Grímsey og á Drangsnesi, sem tryggir allt að 50Mb/s tengingu til heimila sem eru í allt að 1 km fjarlægð frá stöð og allt að 16Mb/s tengingu til þeirra sem fjær liggja. Uppbyggingin er studd af sveitarfélögunum og ríkinu.

500 Mb/s mest í fyrra en 1 Gb/s í ár

Kristinn Ingi Ásgeirsson,
forstöðumaður Aðgangskerfa

„Við hófum sölu á  500Mb/s tengingum til heimila á höfuðborgarsvæðinu og tilkynntum að við myndum hefja 1Gb/s þjónustu á sama svæði frá og með 1. febrúar 2017. Árið markaðist af verulegri uppbyggingu  ljósleiðarakerfis Mílu og aukinnar útbreiðslu Ljósnetsins um allt land. Míla veitti einnig ráðgjöf og aðstoð til ýmissa sveitarfélaga við ljósleiðaravæðingu dreifbýlis í sambandi við verkefni ríkisins; Ísland Ljóstengt. Stefna Mílu er að veita bitastraumsþjónustu á öllum slíkum kerfum. Það er hluti af samfélagsábyrgð Mílu. Þetta var annasamt ár með ríkulegri uppskeru.“

Image

Sensa

Áfram