Sensa

Image

Framfarir í upplýsingatækni með Sensa

Sensa er leiðandi þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni fyrirtækja, allt frá þjónustu á hýsingu og rekstri til net-, samskipta- og öryggislausna. Sensa starfar með Cisco, Microsoft, Paolo Alto og NetApp og státa starfsmenn fyrirtækisins af um 150 Cisco gráðum, 130 Microsoft gráðum og tæplega 100 gráðum frá öðrum fagskólum og birgjum.

Lesa meira
Ma
Tekjur Sensa uxu og voru í fyrsta sinn yfir fimm milljörðum króna
EBITDA styrktist um tæp 46% á árinu og er hlutfalið nú 12,8%
%
Fjárfestingahlutfall Sensa, CAPEX, er rétt 3.7%

Veltumesta ár Sensa frá upphafi

Valgerður H. Skúladóttir,
framkvæmdastjóri Sensa

"Árið í ár var það veltumesta í sögu Sensa. Við förum í fyrsta skipti yfir fimm milljarða króna veltu. Niðurstaðan er því mjög góð og árið 2016 umfram væntingar, ásamt því að fyrirtækið fagnar fimmtán ára afmæli á þessu ári."

Lesa meira
Image

Sensa framúrskarandi fyrirtæki

Sensa hefur hampað titlinum Framúrskarandi fyrirtæki CreditInfo 7 ár í röð, eða síðan byrjað var að veita þessa viðurkenningu árið 2010. Fyrirtækið hefur einnig verið ofarlega á lista VR yfir fyrirmyndafyrirtæki í mörg ár.

Meira um mánaðarlega þjónustu

Sensa vinnur að því að breyta tekjumódeli sínu. Meira verður um föst mánaðarleg þjónustugjöld í stað útseldrar vinnu. Valgerður H. Skúladóttir, framkvæmdastjóri félagsins segir ávinninginn mikinn. „Það bætir þjónustuna og eykur hagkvæmni í rekstri. Með stöðugri þjónustu við viðskiptavini fylgjumst við enn betur með því hvernig hann nýtir lausnirnar, skiptum um ef með þarf og hjálpum honum að fá meira út úr lausnunum og þar með fyrirtæki sínu.“

Cisco silver partner frá árinu 2004
Cisco commercial partner frá árinu 2004
Cisco gold partner frá árinu 2007
Image

Sensa vel í stakk búin til framtíðar

Alexander Picchietti, framkvæmdastjóri í rekstrarþjónustu og hýsingu Sensa

„Veltumesta árið í sögu Sensa er að baki þar sem allar meginstoðir starfseminnar uxu. Fjárfest var í næstu kynslóð hýsingarumhverfis fyrir núverandi- og framtíðarviðskiptavini félagsins, ásamt því að ný og endurbætt skýjaVIST var kynnt til leiks. Með henni fá viðskiptavinir það besta úr hefðbundnum upplýsingakerfum ásamt nýjungum í skýjaþjónustu án tæknilegra annmarka. Sensa er nú vel í stakk búin til að takast á við síbreytilega framtíð í upplýsingatækni – og mæta fjölbreyttum þörfum viðskiptavina.“

Lykiltölur

Áfram