Síminn

Tækifærin liggja hjá Símanum

Síminn býður fjarskiptaþjónustu í fremstu röð sem nær til alls landsins og er í fararbroddi með nýjungar á síkvikum markaði. Síminn er ekki aðeins í harðri samkeppni á smásölumarkaði á sviði fjarskipta heldur einnig á heildsölumarkaði þar sem viðskiptavinirnir eru helstu keppinautar Símans á smásölumarkaði.

Lesa meira

Viðtal við forstjóra

Orri Hauksson, forstjóri Símans

„Með sterkri liðsheild starfsmanna Símans náðum við að tryggja að árið endaði farsællega. Við komum því vel stemmd og í góðri æfingu inn í árið 2017,“ segir Orri Hauksson forstjóri Símans um uppgjörsárið 2016 sem hófst með mikilli varnarbaráttu hjá Símanum vegna verðstríðs og hærri launakostnaðar. Markviss undirbúningur síðustu ára hjálpaði okkur að vinna okkur út úr þeirri stöðu."

Lesa meira
Orri Hauksson
Viðskiptavinir vel á annað hundrað þúsund
%
Meira áhorf á Sjónvarp Símans Premium milli ára
%
Aukning í gagnanotkun hjá ferðamönnum
%
Starfsfólki Símans fækkaði um 14% og eru starfsmenn nú 465

Framkvæmdastjórn Símans

Fjögur svið halda utan um starfsemi Símans. Þau heyra undir forstjóra fyrirtækisins, Orra Hauksson, sem hefur leitt samstæðuna frá árinu 2013.

Orri Hauksson

Forstjóri

Orri Hauksson hefur verið forstjóri samstæðunnar frá árinu 2013. Fyrir þann tíma var hann framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann var fjárfestingastjóri hjá Novator Partners á árinum 2007-2010 með áherslu á tækni og fjarskipti á Norðurlöndum og Bandaríkjunum. Þá gegndi hann starfi þróunarstjóri Símans árin 2003-2007. Orri hefur víðtæka starfsreynslu hér á landi og erlendis og hefur setið í fjölda stjórna, nú meðal annars í Háskólaráði.

Orri lærði stjórnunarfræði í Harvard Business School á árunum 2010-2012, útskrifaðist með MBA gráðu frá Harvard Business School árið 2002 og B.Sc. í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands 1995.

Birna Ósk Einarsdóttir

Sala og þjónusta

Birna Ósk Einarsdóttir er framkvæmdastjóri Sölu- og þjónustusviðs Símans. Eitt af lykilmarkmiðum sviðsins er að sem flest mál séu leyst í fyrstu snertingu óháð snertileið. Stöðugildi eru 205 á sviðinu.

Birna hefur verið framkvæmdastjóri hjá Símanum síðustu sex ár og starfað í sextán ár hjá fyrirtækinu. Hún lauk AMP frá IESE 2015, er með M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá HÍ og B.Sc. í viðskiptafræði frá HR.

Magnús Ragnarsson

Miðlun og markaðir

Magnús Ragnarsson stýrir Miðlun og mörkuðum. Sviðið er ábyrgt fyrir vöruframboði Símans, þróun þess og ljósvakamiðlum. Starfsmenn eru 35. Magnús hefur síðustu þrjú ár setið í framkvæmdastjórn Símans. Hann hefur starfað að mestu í rekstri og vöruþróun á sviði tækni og afþreyingar í á annan áratug.

Hann er að ljúka AMP námi í afþreyingu og fjölmiðlum frá IESE á Spáni, er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands, M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá HÍ og B.Sc. í viðskiptafræði frá HR.

Eric Figueras

Tæknisvið

Eric Figueras er framkvæmdastjóri Tæknisviðs sem ber ábyrgð á uppbyggingu, þróun og rekstri á tæknilegu umhverfi Símans, þar á meðal sjónvarpsþjónustu Símans, SíminnBíó, og Sjónvarpi Símans. Innan þess er Heildsala Símans. Stöðugildi á sviðinu eru 136. Eric hefur einnig starfað að fjarskiptamálum í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Hann hefur sinnt starfinu frá 2013 en vann einnig hjá Símanum um sex ára skeið til 2004.

Eric er með M.Sc. gráðu í verkfræði frá háskólanum Universidad Politécnica de Catalunya (UPC) á Spáni og MBA gráðu frá IMD háskólanum í Sviss.

Óskar Hauksson

Fjármál og rekstur

Óskar Hauksson stýrir Fjármálum og rekstri Símans sem styður við starfsemi Símans og dótturfélaga. Stöðugildi sviðsins eru 81.

Óskar hefur verið fjármálastjóri Símans frá árinu 2011 og gegndi tímabundið stöðu forstjóra Skipta á árinu 2013. Hann hefur starfað hjá samstæðunni frá árinu 2005 og hefur viðamikla reynslu úr fjármálageiranum. Hann útskrifaðist með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1997 og er löggiltur verðbréfamiðlari í Bandaríkjunum.

Mynd Birna Ósk Einarsdóttir

Sterkari tengsl juku viðskiptin

Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sölu og þjónustusviðs

„Viðskiptavinum með Heimilispakka fjölgaði frá ágústbyrjun til ársloka um um nærri 40% og þeim sem kusu heldur staka áskrift að Sjónvarpi Símans Premium fjölgaði um ríflega 50%. Við fundum áhugann vakna fyrir alvöru þegar við hurfum frá því að leggja áherslu á hvaða vörur Heimilispakkinn innihéldi og settum fókusinn á gæði þeirra. Allir eiga að vita að þeir geta meira með Símanum árið 2017.“

Lesa meira
Aukning í Frelsiskortum hjá Símanum
%
Notkun á appinu að sjónvarpsþjónustu Símans jókst stórlega
%
Aukning í pöntun á sjónvarpsþjónustu í VOD-þjónustu Símans
%
Af hverjum 100 eru með 4G snjallsíma á kerfum símans

Ný hugsun með Heimilispakkanum

Ása Rún Björnsdóttir, forstöðumaður Vöru og verkefnastýringu hjá Símanum

„Ásókn í Heimilispakkann sýndi að okkur tókst að einfalda bæði líf viðskiptavina og Símans. Virði pakkans jókst vikulega með auknu efnisframboði auk þess sem við buðum þessum heimilum vildarkjör á ýmsum búnaði og þjónustu. Þessi stefna markar nýja hugsun innan Símans. Við erum full tilhlökkunar fyrir þessu nýja ári því í samvinnu við nýsköpunarteymi félagsins munum við kynna glænýtt vöruframboð í heimastýringu, greiðslulausnum og flotastýringu fyrir bifreiðar. Við vörustjórar erum stolt og ánægð með afrakstur síðasta árs.“

Mynd Ása Rún Björnsdóttir
Mynd Eric Figueras

Hraðasta farsímanetið 2016 með Speedtest

Eric Figueras, framkvæmdastjóri Tæknisviðs

„Við settum upp 4G senda sem ná yfir 200 Mb/s hraða á árinu og fengum staðfest með Speedtest Ookla að Síminn bauð hraðasta farsímanetið á Íslandi á árinu 2016. Þá tókum við nýtt reikningakerfi í notkun og innleiddum ISO staðal um gagnaöryggi á árinu. Árið verður lengi í minnum haft fyrir framþróun og góða högun tækninnar til framtíðar.“

Vaxandi efnisveita

9 milljónir pantana úr Sjónvarpi Símans Premium

Áskrifendur að Sjónvarpi Símans Premium pöntuðu þætti vel yfir níu milljón sinnum á árinu 2016, mest í desember þegar þær voru nærri milljón. Fjölskyldudramað This is Us var vinsælastur nýrra þátta á árinu, en Desperate Housewives af þeim eldri. Notkun á þessari efnisveitu, sem geymir yfir 6.000 klukkustundir af efni, vex og vex enda fjölgar viðskiptavinum stöðugt. Þeir voru rétt tæplega 28 þúsund í árslok, tvöfalt fleiri en í ársbyrjun.

Vinsælustu sjónvarpsseríur ársins 2016

Í Sjónvarpi Símans Premium

Sjónvarp Símans Premium tók flugið

Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Markaða og miðla hjá Símanum

„Sjónvarp Símans Premium tók flugið á árinu og sannaði fyrir okkur að framtíðin liggur í gagnvirkri sjónvarpsþjónustu. Það var svo sannkallað ævintýri að fá að taka þátt í EM í Frakklandi og við erum afar stolt af nýlegri viðurkenningu sem KSÍ veitti okkur fyrir okkar framlag. Samkeppnin var hörð allt árið en upp úr stendur að Síminn er í mikilli sókn hjá yngri kynslóðum og hjálpaði endurmörkun okkar á sjónvarpsvörunum verulega.“

Mynd Magnús Ragnarsson

Míla

Áfram