Samfélagsábyrgð
og mannauður

Síminn með þér til frambúðar

Síminn er sjálfbær og gerir hvað hann getur til að auka möguleika komandi kynslóða til að dafna svo hann megi það einnig. Samfélagsábyrgð er eitt af lykilmarkmiðum í stefnu Símans. Megináherslurnar í samfélagsábyrgð Símans eru fjórar: Mannauður, örugg og fagleg þjónusta, umhverfisvernd og samfélagsþátttaka. Síminn fylgir samfélagssáttmála Sameinuðu þjóðanna og er eitt sex félaga sem stofnaði Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð.

Lesa meira

Mannauður

Stoltir starfsmenn hjá Símanum

Stefna Símans er að starfsfólk sé stolt af því að vinna hjá fyrirtækinu, sé skapandi, áreiðanlegt og lipurt. Að starfsfólk leiti stöðugt leiða til að bæta hag viðskiptavina og samstæðunnar og þar með sinn eigin. Síminn tryggir að markmið hans í mannauðsmálum náist með jöfnum tækifærum, þjálfun, endurmenntun og möguleika á starfsþróun sem og góðri vinnuumgjörð og með því að stuðla að bættu heilsufari. Markmið í fókus á árinu 2017 eru:

Efla á endurgjöf milli stjórnenda og starfsmanna

Uppfæra jafnréttisstefnu félagsins

Greina launin til að gera jafnlaunavottun mögulega

Sterk liðsheild á krefjandi starfsmannaári

Ragna Margrét Norðdahl, mannauðsstjóri Símans.

„Við erum stolt af liðsheildinni og áræðninni sem starfsfólk sýndi á árinu, sem var einkar krefjandi fyrir vinnustaðinn. Starfsfólki samstæðunnar fækkaði á árinu, dótturfélög voru seld og tilfærsla á einingum milli félaga. Það kallar á þétt utanumhald og stuðning. Mannauður Símans leggur nú línurnar til framtíðar svo starfsfólk Símans sé ánægt og stolt af verkum sínum og Símanum á þessum síbreytilega samkeppnismarkaði.“

Mynd Ragna Margrét Norðdahl

Örugg og fagleg þjónusta

Síminn tryggir örugga og faglega þjónustu með: Skýrum reglum og innra verklagi, stöðugum umbótum á kerfum og á þjónustu Símans og lausnum sem auka öryggi og þekkingu viðskiptavina. Markmið í fókus 2017 eru:

Mæla vistspor Símans til að sjá árangur umbótanna

Ítarlegri mælingar á ánægju viðskiptavina

Undirbúa persónuverndarstefnu sem sett verður árið 2018

M
Yfir fjórar milljónir flettinga eða yfir 300 þúsund á mánuði á þjónustuvef Símans
%
Nærri fimmtungs ukning í notkun á þjónustuvef Símans á fyrirtækjamarkaði milli ára
%
Rafrænar auðkenningar eru innifaldar hjá Símanum og fjölgaði um rúman fjórðung milli ára
K
Viðskiptavinum með þjónustuapp Símans fjölgaði um 14% milli ára og voru 46 þúsund í árslok

Umhverfisvernd

Síminn hvetur til minni sorpmyndunar og sendir það sem fellur til í endurvinnslu, hvetur til umhverfisvænna samgangna og endurvinnslu. Þá skiptir hann við samfélagslega ábyrga birgja til að tryggja að markmiðin í umhverfisvernd náist. Markmið í fókus 2017 eru:

Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda

Minnka myndun úrgangs og auka endurvinnslu

Mæla árangurinn til verndar umhverfinu

Fjárframlög til margvíslegra málefna

Stefna Símans er að leggja áherslu á að styrkja innlend líknar- og góðgerðarfélög. Síminn styrkir einnig ýmsa list- og íþróttaviðburði og starfsmenn sem vilja sinna slíkum verkum.

M
Heildarstuðningur við samfélagsviðburði

Samfélagsþátttaka

Síminn tekur virkan þátt í samfélaginu og tryggir að markmiðin með samfélagsþátttöku sinni náist með framlögum til margvíslegra málefna, með því að nýta þjónustu Símans við val á samfélagsverkefnum eða með fjarskiptastyrkjum til líknar- og góðgerðarmála og samstarfsverkefna. Markmið ársins 2017 eru:

Styrkja fáa en öfluga viðburði

Efla nýsköpun

Setja senda á sérvalda fáfarna staði

Viðburðir á árinu

Áfram