Örugg og fagleg vinnubrögð

Skýrar reglur og innra verklag

Síminn fylgir siðareglum, gerir áhættumöt og úttektir reglulega ásamt því að mæla og fylgja eftir umbótaverkefnum með skilvirku eftirliti.

Starfsmenn fylgja samkeppnisréttaráætlun sem á að tryggja að starfsmenn þekki og fari að samkeppnislögum. Síminn hefur sett sér ítarlegar verklagsreglur um leynd, réttleika og tiltækileika gagna og uppfyllir margvíslega staðla og reglur til að tryggja gagnaöryggi, sbr. eftirfarandi:

  • ISO 27001:2013 vottað stjórnkerfi upplýsingaöryggis Símans, sem gildir m.a. um hefðbundna fjarskiptaþjónustu eins og talsíma og farsíma, ásamt internetþjónustu og sjónvarpsþjónustu en einnig viðskiptastýringu og innheimtu.
  • PCI-DSS kröfur vegna umsjónar á greiðslukortaupplýsingum.
  • Reglugerðir FME vegna innheimtustarfsemi.
  • Mifid – lög um rekjanleg samskipti vegna fjármálagerninga.

Símanum stýrt af ábyrgð

Síminn leggur áherslu á góða stjórnarhætti og taka þeir mið af reglum Viðskiptaráðs Íslands, Nasdaq OMX Iceland hf. og Samtökum atvinnulífsins, 5. útgáfa 2015.

Öryggisráð Símans ber ábyrgð á að starfrækja stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi Símans.

Síminn setur sér öryggisstefnu sem er endurskoðuð árlega. Hún er staðfest af framkvæmdastjórn og undirrituð af forstjóra Símans.

Síminn á í góðu samstarfi við eftirlitsstofnanir, þar á meðal Cert-ÍS, netöryggissveit yfirvalda vegna afbrota á netinu.

Stöðugar umbætur á kerfum og þjónustu Símans

Síminn fjárfestir ríkulega í kerfum sínum ár hvert og er meðvitaður um hversu margir treysta á farsíma á ferð sinni um landið og á hverju ári eru settir upp sendar sem auka öryggi vegfarenda á fáförnum stöðum. Síminn mælir ánægju viðskiptavina í þjónustukönnunum. Síminn hefur sterka ímynd innan samfélagsins og stöðuga og mælir Capacent ímynd Símans ársfjórðungslega.

Dæmi um samfélagsábyrgðarverkefni Símans var að 3G/4G stöð var sett upp á Finnbogastaðafjalli í Árneshreppi og 3G stöð var sett upp á Tjörn nyrst á Skaga. Staðirnir eru fáfarnir en sendarnir nýtast engu að síður vel bæði heimamönnum og ferðamönnum.

Mynd Stöðugar umbætur á kerfum og þjónustu Símans

Lausnir sem auka öryggi og þekkingu viðskiptavina

Síminn styður við foreldra og forráðamenn svo þau geti varið börn sín og ungmenni fyrir óæskilegu netáreiti.

Síminn heldur úti þjónustuvef og appi svo viðskiptavinir geti með einföldum hætti fylgst með notkun sinni, þjónustu og gert breytingar sem henta.

Síminn gefur viðskiptavinum sínum færi á tryggari samskiptum. Til dæmis innleiddi hann fyrstur íslensku fjarskiptafélaganna rafræna auðkenningu í farsíma, sem er ein öruggasta auðkenningin á vefnum.

Mynd Lausnir sem auka öryggi og þekkingu viðskiptavina

Síminn ISO vottaður

Síminn stóð við fyrirætlanir sínar varðandi ISO vottun á árinu 2016. ISO staðall um upplýsingaöryggi nær nú yfir alla starfsemi Símans eftir útvíkkun hennar í maí.

Öflugar varnir hjá Símanum

Varnir og verkferlar Símans stóðust álag vegna um atvikanna sem skráð eru vegna öryggismála á árinu 2016. Má nefna að á árinu 2016 voru gerðar um 500 DDoS árásir sem varnir Símans lokuðu á, þar af hálfur tugur yfir 30 GB/s og með pakkamagn yfir 4 milljónir á sek. Sex mál voru skv. beiðni frá netöryggissveit Íslands og 27 beiðnir um lokun sýktra vefsvæða bárust frá Google. Síminn tók þátt í undirbúningi og prófun á neyðaráætlun á vegum netöryggissveitar í desember sem gekk mjög vel.

Netvarinn til staðar fyrir heimili

Síminn býður upp á tvær síur á Netvaranum sem verndar börn gegn óæskilegu efni á netinu. Önnur lokar á síður sem innihalda barnaklám og njósnaforrit og vefi sem villa á sér heimildir og geta stolið persónuupplýsingum. Hinn lokar einnig fyrir klámfengið efni, upplýsingar um eiturlyf, áhættuspil, hatur eða kynþáttafordóma, smekkleysu, ofbeldi eða ólöglegt efni. Hafa verður í huga að Netvarinn grípur ekki allar síður þótt hann hjálpi til.

Nánar á: siminn.is/netvarinn.

Foreldrastýring í sjónvarpinu

Síminn býður einnig uppá foreldrastýringu fyrir Sjónvarp Símans. Með foreldrastýringunni geta foreldrar með einfaldari hætti verndað börnin fyrir sjónvarpsefni sem hentar ekki aldri þeirra.

Nú líka skóli fyrir sjónvarpsþjónustuna

Alls sóttu tæplega 240 snjallsímanámskeið á árinu 2016. Námskeið í sjónvarpsþjónustu Símans voru í fyrsta sinn haldin á árinu 2016 og hafa þau notið vaxandi vinsælda. Nú hafa nærri 1.400 manns sótt snjallsímanámskeiðin, sem sérfræðingar Símans settu saman og hafa sniðið að þörfum viðskiptavina.

Aftur í samfélagsábyrgð og mannauð

Til baka