Mannauður

Kynjaskipting milli sviða

Stefna Símans er að starfsfólk sé stolt af því að vinna hjá fyrirtækinu, sé skapandi, áreiðanlegt og lipurt. Að starfsfólk leiti stöðugt leiða til að bæta hag viðskiptavina og samstæðunnar og þar með sinn eigin. Síminn tryggir að markmið hans í mannauðsmálum náist með jöfnum tækifærum, þjálfun, endurmenntun og möguleika á starfsþróun sem og góðri vinnuumgjörð og með því að stuðla að bættu heilsufari.

Þátttakendur á fræðsluviðburðum hjá Símanum
Fræðsluviðburðir í boði á árinu 2016
Meðalfjöldi fræðslustunda á hvern starfsmann
%
Konur eru ríflega þriðjungur starfsmanna Símans

Stolt starfsmanna og jöfn tækifæri

Eitt af meginmarkmiðum Mannauðs hjá Símanum er að byggja upp árangursdrifna fyrirtækjamenningu þar sem starfsfólk getur verið stolt af störfum sínum og af fyrirtækinu.

Lögð voru drög að nýrri jafnréttisáætlun á árinu 2016. Vinna er hafin í samstarfi við PwC og verður aukin áhersla sett á hana á árinu 2017.

Góð starfsumgjörð og heilsuefling

Unnið er að öflugri fyrirtækjamenningu sem starfsmenn geta verið stoltir af. Reglulega eru viðburðir. Samgöngu-, íþrótta-, heilbrigðis- og námsstyrkir eru veittir. Starfsánægja mæld og stjórnendamat gert. Þá hefur vinnustaðagreining farið árlega fram hjá Símanum, sem gefur góða vísbendinguum líðan starfsmanna, andann í fyrirtækinu og traust til stjórnenda.

Lesa meira

Aftur í samfélagsábyrgð og mannauð

Til baka