Umhverfisvernd

Minna sorp og endurvinnsla

Síminn flokkar sorp. Hann flokkar pappa og eldhúsúrgang frá öðru sorpi. Þá fara málmar, úr sér genginn tölvubúnaður og rafhlöður í endurvinnslu. Þangað fara einnig öll spilliefni, sem þó er sáralítið um í starfsemi Símans. Pappír og handþurrkur félagsins eru endurunnar og er Síminn með grænar tunnur undir pappír. Flöskur og gler fara einnig í endurvinnslu.

Síminn selur kaffið á kaffihúsi sínu Kaffigarðinum dýrar til þeirra sem kjósa pappamál undir drykk sinn. Þá selur hann margnota drykkjarílát á vægu verði til starfsmanna, til að sporna við notkun pappamála við kaffidrykkju.

Verslanir Símans safna saman gömlum notuðum símtækjum sem þangað berast og hefur einkum verið í samstarfi við endurvinnslufélagið Græna framtíð, sem annast flutning á tækjunum til vottaðra endurnýtingarfyrirtækja erlendis.

Umhverfisvænni samgöngur

Samgöngustyrkir efla ekki aðeins andann heldur stuðla einnig að minni mengun. Starfsmaður fær samgöngustyrk kjósi hann að koma gangandi, hjólandi eða með strætó að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku.

Á árinu 2016 fengu 158 samgöngustyrk sem eru rétt tæplega 5% færri en árinu á undan. Þeim fjölgar þó hlutfallslega, því starfsfólki samstæðunnar fækkaði á árinu 2016. Alls nýttu 108 starfsmenn Símans sér styrk á árinu 2016, 34 hjá Mílu, tíu hjá Sensa, einn hjá Radíómiðum tveir hjá On-Waves, þrír hjá Staka.

Samfélagslega ábyrgir birgjar

Síminn setur sem skilyrði að stærstu birgjar fyrirtækisins séu með umhverfisstefnu. Síminn fer einnig fram á að verktakar sem sjá um ræstingar samstæðunnar noti vottaðar og umhverfisvænar hreinlætisvörur.

Aftur í samfélagsábyrgð og mannauð

Til baka