Síminn var bakhjarl RIG 2016
Síminn var bakhjarl Reykjavík International Games á árinu 2016 eins og árin á undan. Mótið er árlegt og haldið í janúar. Keppt er í 20 ólíkum íþróttagreinum.
Síminn á Rey Cup
Síminn styrkti Rey Cup á árinu 2016. Það er fótboltamót fyrir stúlkur og pilta á unglingsaldri og er haldið á miðju sumri.
Símamótið
Stúlknaknattspyrnumót Breiðabliks í Kópavogi, Símamótið, var á sínum stað á árinu 2016 og heldur Síminn fast í þá hefð að styðja þetta frábæra mót ár frá ári.
Héldum aftur fókus
Samstarfsverkefni Símans og Samgöngustofu var endurvakið á árinu 2016 með góðum árangri. Minnt var á mikilvægi þess að halda fókus í umferðinni en láta ekki snjallsímanotkunina taka athyglina frá akstrinum.
Síminn með WOW
Síminn átti lið í hjólreiðakeppni Wow Cyclothon og styrkti málefnið í ár um eina milljón króna auk þess sem keppnin styrkti liðsandann innan Símans.
Mottumars í Símanum
Baráttan við krabbamein fékk sinn skerf þetta árið. Síminn veitti styrki vegna árlegs árvekniátaks Krabbameinsfélags Íslands í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum.
Góðgerðarfélög í sambandi
Síminn styrkir gjarnan góðgerðafélög með fjarskiptum. Þannig nýtir hann kjarnastarfsemi sína til góðra verka sem nýtist þessum félögum vel.