Stjórn og skipulag

Síminn í fararbroddi á íslenskum fjarskiptamarkaði

Síminn er stærst fjarskiptafélaga á landinu. Hlutverk félagsins er að vera í fararbroddi á íslenskum fjarskiptamarkaði og veita viðskiptavinum heildstætt vöruframboð á sviði fjarskipta. Kjörorðið er Við sköpum tækifæri.

Framtíðarsýn Símans fyrir árið 2020 er að vera framúrskarandi þjónustufyrirtæki í fjarskiptum, upplýsingatækni og afþreyingu.

Lesa meira

Viðtal við stjórnarformann

Sigríður Hrólfsdóttir,
stjórnarformaður Símans

„Viðburðaríkt ár er að baki hjá Símasamstæðunni. Míla stóð við áform sín um að gefa 30 þúsund heimilum á höfuðborgarsvæðinu kost á ljósleiðara. Árið var það veltumesta í rekstri Sensa og Síminn tvöfaldaði fjölda áskrifenda með Heimilispakka og kusu nærri 90% fleiri efnisveituna Sjónvarp Símans Premium. Síminn getur verið stoltur af fyrsta heila ári sínu í kauphöll, þar sem sótt var fram á sama tíma og reksturinn var enn frekar einfaldaður frá því sem var.“

Lesa meira
Mynd Sigríður Hrólfsdóttir
M
Síminn fjárfesti fyrir rúma 4,7 milljarða
Starfsmönnum fækkaði um 11% milli ára, þar af 14% innan Símans hf
Síminn fagnaði 110. starfsafmæli sínu á árinu 2016
%
EBITDA hlutfallið hjá Símanum var 27,9% og hækkaði um 2,5%

Reynslumikil stjórn Símans

Stjórn Símans fer með æðsta vald í málefnum félagsins á milli hluthafafunda. Stjórnin er skipuð Sigríði Hrólfsdóttur formanni, Heiðrúnu Jónsdóttur, varaformanni stjórnar, Bertrand Kan, Birgi S. Bjarnasyni og Stefáni Árna Auðólfssyni.

Sigríður Hrólfsdóttir

Formaður stjórnar

Sigríður var fyrst kjörin í stjórnina 2. júlí 2013. Sigríður situr einnig í stjórn Mílu. Sigríður hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu.

Hún hefur verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi frá 2010 og meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Árvakurs hf., verið framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eimskipafélags Íslands hf. og sérfræðingur í fjárstýringu Íslandsbanka hf.

Hún útskrifaðist sem Cand.oecon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og hlaut MBA gráðu frá University of California, Berkeley árið 1994.

Heiðrún Jónsdóttir

Varaformaður stjórnar

Heiðrún er varaformaður stjórnar. Hún var fyrst kjörin í stjórn Símans 24. janúar 2013. Heiðrún er lögmaður á Aktis lögmannsstofu slf.

Hún hefur meðal annars verið framkvæmdastjóri lögfræði- og samskiptasviðs hjá Eimskipafélagi Íslands hf., framkvæmdastjóri og meðeigandi LEX ehf., upplýsingafulltrúi Landssíma Íslands og lögmaður og starfsmannastjóri KEA svf.

Hún útskrifaðist sem Cand. jur. í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1995, hlaut réttindi héraðsdómslögmanns (hdl.) 1996 og tók próf í verðbréfamiðlun 2006.

Bertrand Kan

Stjórnarmaður

Bertrand Kan hefur setið í stjórn Símans frá 10. mars 2016. Auk þess er hann formaður eignarhaldsfélagsins L1088 sem við árslok átti um 5% í Símanum.

Hann stjórnaði viðskiptum með fjarskipti, fjölmiðla og tækni hjá Morgan Stanley, Lehman Brothers og Nomura. Þar veitti hann viðskiptavinum víðtæka ráðgjöf um stefnu og fjármál á þessu sviði. Veitti hann jafnframt íslenskum stjórnvöldum ráðgjöf við einkavæðingu Símans fyrir rúmum áratug. Bertrand situr einnig í stjórn evrópska sendafélagsins Cellnex, er í stýrihópi bæði hjá fjárfestingasjóðnum Wadhwani Asset Management og UWC háskólanum í Hollandi.

Bertrand er með B.Sc. og M.Sc. gráður í hagfræði frá London School of Economics.

Birgir S. Bjarnason

Stjórnarmaður

Birgir S. Bjarnason settist í stjórn Símans 10. mars 2016. Hann er framkvæmdastjóri Íslensku umboðssölunnar og hefur verið frá árinu 2000.

Hann var formaður Félags atvinnurekenda til fjögurra ára og lét af þeirri stöðu nú í febrúar 2017. Hann er varamaður í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Birgir var á árunum 1991-1999 framkvæmdastjóri Loðskinns hf. á Sauðárkróki.

Birgir útskrifaðist með MBA gráðu frá Boston University árið 1988. Hann lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1986.

Stefán Árni Auðólfsson

Stjórnarmaður

Stefán Árni Auðólfsson var fyrst kjörinn í stjórn Símans 2. júlí 2013. Stefán er lögmaður og meðeigandi Lögmanna Bárugötu slf.

Hann starfaði áður hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, á nefndasviði Alþingis og Lögmannsstofunni Fortis ehf. Þá hefur hann verið stundakennari í lögfræði við Háskólann á Bifröst.

Stefán útskrifaðist sem Cand. jur. í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1999, lauk LL.M. prófi frá Kent Law School í Bretlandi árið 2003, hlaut réttindi héraðsdómara árið 2000 og er með próf í verðbréfamiðlun frá 2006.

20 stærstu hluthafar

14,27%
Lífeyrissjóður verslunarmanna
9,21%
Gildi lífeyrissjóður
7,44%
LSR A-deild
5,37%
Stapi lífeyrissjóður
5,06%
L1088 ehf.
4,95%
Arion banki hf.
3,71%
Stefnir - ÍS 15
3,51%
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda
2,71%
LSR B-deild
2,52%
A.C.S safnreikningur I
2,39%
Kvika banki hf.
2,27%
Sameinaði lífeyrissjóðurinn
2,13%
Síminn hf.
1,91%
Sjóvá-Almennar tryggingar hf.
1,88%
Frjálsi lífeyrissjóðurinn
1,80%
Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga
1,64%
Festa lífeyrissjóður
1,55%
Stefnir - ÍS 5
1,48%
Global Macro Portfolio
1,47%
Birta lífeyrissjóður

Stjórn og skipulag

Stjórnarhættir hjá Símanum eru skilgreindir sem umgjörð utan um umsýslu og stjórnun fyrirtækisins og tæki til samskipta milli stjórnenda fyrirtækisins, félagsstjórnar, hluthafa og annarra hagsmunaaðila.

Stjórnarhættir Símans eru markaðir af lögum nr. 2/1995 um hlutafélög, samþykktum félagsins, starfsreglum stjórnar og siðareglum félagsins auk þess sem félagið hefur innleitt samkeppnisréttaráætlun í starfsemi sína sem er mikilvægur hluti af stjórnarháttum þess.

Sækja PDF
Mynd dótturfélög seld

Dótturfélög seld og húsnæði skilað

Síminn seldi allt hlutafé sitt í dótturfélögunum Talenta og Staka Automation á árinu. Einnig var allt hlutafé í Trackwell selt sem og útvarpsstöðvarnar K100 og Retro. Síminn endursamdi einnig við fasteignafélagið Eik og skilaði í kjölfarið 4.000 fermetrum og lækkaði húsnæðiskostnað svo um munaði.

Mynd tekjur af sjónvarpsþjónustu vaxa

Tekjur af sjónvarpsþjónustu vaxa

Síminn er ekki aðeins með samninga við fjóra af sex stærstu efnisveitunum í Hollywood heldur framleiddi Síminn einnig sitt eigið sjónvarpsefni. Tekjur af sjónvarpsþjónustu Símans jukust um 5,6% milli ára en 10,5% þegar fjórðu ársfjórðungarnir eru bornir saman.

Mynd aukin snerpa með nýju reikningakerfi

Aukin snerpa með nýju reikningakerfi

Nýtt öflugt reikningakerfi var tekið í notkun á árinu sem auðveldar félaginu að breyta vöruframboði sínu og bregðast við breyttu landslagi á markaði. Síminn útvistaði í kjölfarið utanumhaldi kerfisins til pólska félagsins Comarch með góðum árangri.

Góð afkoma á síðari hluta árs

Óskar Hauksson, fjármálastjóri Símans

„Ljóst var strax í ársbyrjun að bregðast þyrfti við stöðugt harðnandi samkeppni og verulegum launahækkunum í kjölfar SALEK samkomulags. Skerpt var á rekstrinum með ýmsum hætti. Aðhaldsaðgerðum var flýtt og ráðist í uppsagnir á fyrri helmingi árs, verkefnum var útvistað og meðal þeirra rekstri á reikningakerfi félagsins. Einingar voru seldar eða færðar til innan samstæðunnar. Allt miðaði að því að hagræða í rekstrinum og skerpa áherslur á kjarnastarfsemi félagsins. Reksturinn var því umtalsvert betri á seinni helmingi ársins en þeim fyrri. Framundan eru fjölmörg krefjandi verkefni hjá félaginu sem við förum í full tilhlökkunar.“

Mynd Óskar Hauksson

Samfélagsábyrgð og mannauður

Áfram