4G kerfi Símans náði til 89% landsmanna í ársbyrjun en til 95,5% í árslok. Þá náðu öflugustu sendarnir yfir 200 Mb/s hraða á árinu 2016. Hröð 4G uppbygging Símans var nefnd sem ein helsta ástæða þess að Ísland er nú í 2. sæti yfir öflugustu fjarskiptainnviði heims í skýrslu undirstofnunar Sameinuðu þjóðanna í nóvember.

Öflugt 4G kerfi Símans

Síminn bakhjarl RIG 2016
Síminn var bakhjarl Reykjavík International Games á árinu 2016 eins og árin á undan. Mótið er árlegt og haldið í janúar. Keppt er í 20 ólíkum íþróttagreinum og var Síminn stoltur af þátttöku sinni þar.

Sensa með nýja hýsingu
Sensa hóf innleiðingu á nýju hýsingarumhverfi (e. Software Defined Networking) sem einfaldar utanumhald og rekstur með aukinni sjálfvirkni og tryggir að aukið öruggi. Þetta nýja umhverfi einfaldar rekstur til muna og eykur fyrir viðskiptavin Sensa í hýsingarlausnum og fyrirtækið sjálft.

Síminn selur tvö dótturfélög
Síminn seldi allt hlutafé sitt í dótturfélögunum Talenta og Staka Automation í mars. Deloitte og framkvæmdastjórar dótturfélaganna keyptu fyrirtækin en Staki leggur höfuðáherslu á sjálfvirkni í ferlum og Talenta er upplýsingatæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í SAP viðskiptahugbúnaði.

Straumhvörf í upplýsingatækni
Sensa kynnti Skýjavist og nýjustu kynslóð hýsingarnets til leiks á síðasta ári. Viðskiptavinir fá aðgang að þjónustu úr skýinu (O365, Amazon - AWS, Azure) á hagkvæman, öruggan og sveigjanlegan hátt, hvort sem er hjá Sensa eða þeim sjálfum. Með þessari nýju þjónustu taka viðskiptavinir þátt í byltingunni sem nú er að verða í upplýsingatækni.

Gagnamagn margfaldast í farsíma
Síminn sexfaldaði innifalið gagnamagn í Endalaust farsímaáskrift sinni í apríl. Mikil hreyfing var á viðskiptavinum milli áskriftarleiða hjá Símanum á árinu, enda snjalltækin enn að ryðja sér til rúms og gagnanotkunin að vaxa.

Pósturinn og Síminn í samstarf
Pósturinn og Síminn tóku höndum saman í apríl og frá 1. ágúst gátu viðskiptavinir Símans gengið að búnaði og frelsiskortum vísum hjá Póstinum á landsbyggðinni. Stöðum þar sem hægt verður að nálgast búnað Símans fjölgaði með samstarfinu.
Reykjavík rokkaði í Höldum fókus
Átakið Höldum fókus gegn snjallsímanotkun undir stýri dró að sér þúsundir áhorfenda – í gegnum Snapchat. Fólk fylgdist með þeim Emmsjé Gauta, Berglindi festival, Margréti Erlu Maack og Snorra Björnssyni lenda í sviðsettu bílslysi til að minna á hætturnar. Höldum fókus er samstarfsverkefni Samgöngustofu og Símans með Tjarnargötunni. Það vann til Íslensku auglýsingaverðlaunna í flokki samfélagsmiðla.

Síminn sérsníðir sjónvarp fyrir sjómenn
Síminn kynnti til leiks gagnvirkt sjónvarp fyrir sjómenn landsins í júní og kallast það Sjóvarp Símans. Þeir sem eru fastir úti á dekki á meðan á útsendingu stendur missa ekki af neinu því þeir geta horft með Tímaflakki þegar vakt lýkur.

Þjóðin á EM í knattspyrnu með Símanum
Síminn sá til þess að enginn missti af því þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu keppti á sínu fyrsta Evrópumeistaramóti. Samhliða sjónvarpsútsendingum frá EM í Sjónvarpi Símans skiptu allar sjónvarpsvörur Símans um nafn og er vörumerki Símans nú stöðugt í sjónvarpinu.
Víkingaklappið sló í gegn á Facebook
Á einungis tveimur dögum var horft yfir sextán milljón sinnum á myndband af Facebook-síðu Símans þar sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tók víkingaklappið fræga með landsmönnum á Arnarhóli í fyrra. Deilingarnar voru yfir 269 þúsund og ummælin 17 þúsund.
KSÍ hampar Símanum og Gumma Ben
Það voru ekki bara strákarnir okkar sem slógu í gegn á EM í Frakklandi. Það gerði líka íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson, sem lýsti öllum leikjum Íslands á mótinu. Án hans hefði sjónvarpsaugnablikið eftirminnilega, sem seint ef nokkurn tímann gleymist, aldrei orðið. Útsendingar Símans frá EM í knattspyrnu fengu svo í upphafi árs 2017 viðurkenningu KSÍ fyrir metnaðarfulla dagskrá.
Kostar ekkert að bæta við börnum
Ljóst er að eggjandi auglýsing Símans þar sem Ólafur Darri sagði þjóðinni að það kostaði ekkert að bæta við börnum hafði tilætluð áhrif. Foreldrar bættu þúsundum börnum við áskrift sína frá miðju ári og fjölgaði þeim um 220% frá miðju ári til ársloka.

Síminn með Wow
Síminn átti lið í hjólreiðakeppni Wow og styrkti málefnið í ár um eina milljón króna auk þess sem keppnin styrkti liðsandann innan Símans.
2.000 kepptu á Símamótinu
Um 2.000 kepptu á stærsta stúlknamóti landsins, Símamótinu, sem Breiðablik stóð fyrir í ár eins og síðustu tugi ára. Þangað mættu 288 lið og og leiknir voru 900 leikir. Síminn verður áfram bakhjarl stúlknanna í ár, eins og hingað til.
Síminn var á Rey Cup
Síminn styrkti Rey Cup á árinu 2016. Það er alþjóðlegt fótboltamót fyrir stúlkur og pilta á unglingsaldri og er haldið á miðju sumri í Reykjavík.

Sensa líka með ISO
Sensa fékk endurútgefna ISO vottun félagsins í upplýsingaöryggi (27001: 2013) í október. Vottunin nú er til þriggja ára og víðtækari en áður. Hún nær yfir hýsingarsalina í Síðumúla 32 og Ármúla 31 ásamt skrifstofuhúsnæði.

Síminn selur K100 og Retro
Síminn seldi útvarpsstöðvar sínar K100 og Retro í október til Árvakurs. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin í nóvember. Þar með lauk útvarpsrekstri Símans sem einbeitir sér nú að rekstri sjónvarpsþjónustu, bæði efnisveitna og línulegrar dagskrár.
The Voice Ísland aftur á skjáinn
Karitas Harpa Davíðsdóttir sigraði aðra þáttaröð The Voice sem Síminn framleiddi með Sagafilm. Þessi önnur þáttaröð The Voice Ísland, sem hófst í október, var stærri og umfangsmeiri en í fyrra og fengu fleiri tækifæri á þátttöku en í þeirri fyrstu.

300.000 auðkenningar á mánuði
Viðskiptavinir Símans nýttu rafræn skilríki um 300.000 sinnum í nóvember. Um þrjár og hálf milljón auðkenninga fóru um kerfi Símans á árinu 2015. Hátt í 40 þúsund viðskiptavina nýta rafræn skilríki hjá fyrirtækinu og greiða ekki sérstaklega fyrir notkun þeirra.

30.000 heimili með möguleika á ljósleiðara
Ljóst var í árslok að Mílu hafði tekist að gefa 30 þúsundum heimilum á höfuðborgarsvæðinu möguleika á ljósleiðaratengingu. Míla heldur ótrauð áfram og ætlar á árinu 2017 að sjá til þess að þeim heimilum fjölgi upp í 55 þúsund sem eiga möguleika á tengingu með allt að 1 Gb/s hraða.
Heimilispakkinn sló í gegn
Fjölskyldum með Heimilispakkann fjölgaði um þúsundir á árinu og enn fleiri nutu efnisveitunnar Sjónvarp Símans Premium. Frá hausti fjölgaði þeim að jafnaði um fimm hundruð á viku og voru 27.700 í árslok.
Aron Can með vinsælasta lagið á Spotify
Emmsjé Gauti var vinsælastur allra íslenskra flytjenda á Spotify árið 2016. Hann náði fjórum lögum á topp 50 lista mest streymdra laga hér á landi. Aron Can átti tvö þeirra, þ.á.m. vinsælasta innlenda lagið; Enginn mórall, sem náði tíunda sætinu. Síminn hélt samstarfi sínu við Spotify áfram á árinu 2016.

Síminn með hraðasta farsímanetið 2016
Síminn var krýndur sigurvegari Speedtest frá Ookla sem mældi farsímanet fyrirtækisins sem það hraðasta hér á landi frá miðju ári 2016. Sendar sem ná yfir 200 Mb/s hraða voru settir upp í nóvember og er stefnt að því að halda fast í þessa stöðu á markaðnum.