Lykiltölur

Hagnaður / (tap) ársins (m. kr.)

Hagnaður samstæðunnar eftir skatta nam tæpum 2,8 milljörðum króna árið 2016 samanborið við tæplega 2,9 milljarða króna árið 2015.

Rekstrartekjur (m. kr.)

Rekstrartekjur námu 29,6 milljörðum króna árið 2016 samanborið við 30,4 milljarða árið 2015. Samdráttur skýrist meðal annars af sölu á félögum út úr samstæðunni á árinu.

EBIDTA (m. kr.)

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði EBITDA nam 8,2 milljörðum króna árið 2016 samanborið við 8 milljarða árið 2015. EBITDA hlutfallið var 27,9% en var 26,4% árið áður.

Handbært fé án vaxta og skatta (m. kr.)

Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 7,9 milljörðum króna á árinu, samanborið við 7,7 milljarða árið 2015. Eftir vexti og skatta nam handbært fé frá rekstri 6,8 milljörðum króna samanborið við 6,4 milljarða árið 2015.

Fjárfestingar (m. kr.)

Fjárfestingar voru 4,7 milljarðar króna árið 2016 eða 15,9% af tekjum.

Eigið fé (m. kr.)

Eiginfjárhlutfall félagsins er 53,5% í lok árs 2016 og hækkar úr 52,8% í lok árs 2015.

Hreinar vaxtaberandi skuldir (m. kr.)

Hreinar vaxtaberandi skuldir námu tæplega 19,3 milljörðum í lok árs 2016 en voru 20,1 milljarðar árið áður.

Hreinar vaxtaberandi skuldir / EBITDA (m. kr.)

Hlutfall hreinna vaxtaberandi skulda á móti EBITDA hefur lækkað mikið á undanförnum árum. Hlutfallið var 2,34 í lok árs 2016 og lækkað úr 2,50 í lok árs 2015.

Skýrsla og yfirlýsing

Áfram